101 Skólavörðuholt
Á Skólavörðuholtinu er alltaf líf og fjör en aldrei eins og á vorin. Sumir búa smátt, kannski bara í einu herbergi og þá er gott að geyma mjólkina sína í poka utan á glugganum. Leifur heppni dregur að sér ferðamenn, vorsólin dregur upp suðræn mynstur á tröppum Austurbæjarskólans, ástin liggur í loftinu og jafnvel veggirnir í hverfinu fá sinn skerf af lífinu.
You must be logged in to post a comment.
There are no comments
Add yours