8 Góð Sælkera ráð Bjarna Gunnars Kristinssonar.
Yfirmatreiðslumeistari Hörpudisks veisluþjónustu Hörpu er Bjarni Gunnar Kristinsson. Bjarni er einn af fremstu kokkum Íslands, mikill sælkeri og hugsuður í eldhúsinu. Hann hefur verið í íslenska kokkalandsliðinu frá árinu 2000 og var fyrirliði liðsins þegar það hlaut gull- og silfurverðlaun á ólympíuleikum matreiðslumeistara í Erfurt í Þýskalandi 2008.
Hér gefur Bjarni okkur nokkur góð ráð til að hugsa um í eldamennsku og hvað er gott að hugsa um þegar við viljum borða góðan mat og prófa eitthvað spennandi.
- Eitt heitasta bragðið sem fólk á að smakka er … söltuð karamella.
- Fólk ætti kannski að spá í “ einfaldari matur, minna vesen” sem er vel við hæfi þegar sumarið er að nálgast .
- Alvöru sælkerar fara frekar á veitingastaði með loforðum um fersk hráefni, toppgæði og gott andrúmsloft með afslappaðri þjónustu. Í stað veitingarstaði þar sem maturinn kostar of mikið og stemmingin er of stíf.
- Til dæmis ætti fólka að að borða smárétti sem minna á Tapas-stíl.
- Það er líka áhugvert að fylgjast með hreinu og einföldu norrænu eldhúsi . Og ætti fólk að hugsa um hráefni sem er árstíðabundið og nær sínu heimili.
- Prófa taka klassískar samlokur í “ makeover”.
- Nær heimasveit, beint frá býli … Er málið
- Fersk og heilnæm matreiðsla er áfram að vaxa í vinsældum. Heimilis garðar munu einnig gegna stóru hlutverki því fólk er að verða meðvitað um sparnað og aukin gæði sem fylgja því að rækta sitt eigið salat og kryddjurtir.
Bjarni er með mjög áhugaverða youtube rás og pinterest sem gaman er að fylgjast með.
Hér sýnir hann okkur Íslenska matargerð í rigningunni.
https://www.youtube.com/user/bjarnigk/videos
http://www.pinterest.com/bjarni/
Myndir: Bjarni Gunnar Kristinsson
You must be logged in to post a comment.
There are no comments
Add yours