Föt á rekka

Ekki henda – notum aftur!

 

Sérvitrir náttúruverndarsinnar

Kona og spegill
ljósmynd/Alba Soler

Siðræn tíska er hugtak sem nær yfir sköpunar og framleiðsluferli fataiðnaðarins. Fatnaður sem framleiddur er úr endingargóðum gæðaefnum sem menga hvorki né meiða. Þar sem lögð er mikil áhersla á virðingu fyrir verkafólkinu, vinnuumhverfi þeirra og réttindum.

Fyrir nokkrum árum voru þeir sem endurunnu ruslið sitt álitnir sérvitrir náttúrverndarsinnar en nú er fólk orðið áhugasamara og vill fá meiri og betri upplýsingar um hvernig best sé að endurvinna.

Siðræn tíska (e. slow fashion) gæti orðið hið nýja stöðutákn innan tískuheimsins og komið í stað frægra og dýrra lúxusmerkja tískuiðnaðarins.

Versla minna

Endurunninn kjóll

Ljósmynd/Ruth Ásgeirsdóttir
Hönnuður/Anna Jakobína

Þráin til að fylgja tískunni getur orðið æði þreytandi. Æ styttra er á milli nýrra sendinga hátískuvara í verslanir og þar með úreldingar eldri tísku. Neytendur eru ginnkeyptir fyrir að fylgja nýjustu tísku og fylgja þar í fótspor frægra stjarna á borð við tónlistarmanna og leikara. Stóru fatakeðjurnar eru snöggar að pikka upp nýjustu áherslurnar í fatnaði og koma í sölu.

Fatnaður vill því safnast upp í skápum og geymslum heimilanna. Oft er þessi fatnaður úr ódýrum efnum og með stuttan líftíma sem endar fljótlega einhverstaðar í landfyllingu. Þetta ferli hefur verið kallað óumhverfisvæn tíska (e. fast fashion).

En hvað gera menn við allan þennan fatnað? Sannast hefur að tískan fer í hringi og marga flíkina er hægt að taka fram seinna. Að gefa fatnað til góðgerðastofnana eða auglýsa til sölu er algeng leið til að losa sig við gömul föt, til dæmis í fatasöfnun Rauða krossins. Á síðasta ári voru flutt út 1630 tonn. Á árinu 2012 voru flutt út 1350 tonn sem var 21% aukning frá árinu áður. Árið 2009 safnaðist um fjórðungi minna af fatnaði en fyrra ár og minnkaði útflutningur af fatnaði um 28,5  tonn. Þessar tölur benda til að samhengi er milli þess hversu mikið verslað er og hversu miklu er hent.

Samvinna

Tony Ryan efnafræðingur er prófessor við Háskólann í Sheffield, Englandi og annar höfunda bókarinnar Project Sunshine: how science can fuel and feed the world. Hann hefur bent á að sjálf tískan þurfi að breytast til að verða sjálfbær. Til þess að svo geti orðið þurfi að;

Föt á rekka

Ljósmynd/Roberto Trm. Fjöldaframleiddur fatnaður

• koma í veg fyrir neyslu, neyslunnar vegna.
• leyfa klæðnaði að eldast og fara úr tísku án fordóma.

Hann bendir einnig á að vandasamt sé að gera þetta með ríkisvaldi en aftur á móti gæti ríkið sett fram ákveðnar leiðbeiningar. Til að mynda væri mögulegt að setja reglur um hvað við gerum við auðlindir okkar. Það mætti setja reglur um að flíkur þyrftu alfarið að vera úr ósamsettu efni svo sem aðeins úr ull eða alfarið úr gerviefni. Slíkt myndi leiða til auðveldari og árangursríkari endurnýtingu. En til þess að vel takist til þarf samstillt átak allra. Neytandinn, framleiðandinn og smásalinn þurfa að deila ábyrgðinni jafnt.

 

 

Heimild.

The sustainable fashion handbook ritstjóri Sandy Black. London 2012.

Mynd 1 og 3 eru birtar með Creative Commons tilvísun-Ekki í ágóðaskyni 2.0 Alþjóðlegt afnotaleyfi

 There are no comments

Add yours