Tölvuleikir

Hvað er svona heillandi við tölvuleiki?

eftir Önnu Guðfinnu Stefánsdóttur, Bryndísi Bjarnadóttur, Kristrúnu Kristinsdóttur, Margréti Birnu Auðunsdóttur og Ragnar Trausta Ragnarsson

 

Hvað er það við tölvuleiki sem er svo heillandi að margir velja að eyða jafnvel mörgum tímum á dag í að spila? Við ákváðum að taka nokkra unglingsstráka tali, fá að skyggnast inn í þeirra heim og heyra um góðar og slæmar hliðar tölvuleikja.

 

Í augum margra er hinn dæmigerði tölvuleikjaspilari strákur á unglingsaldri. Nýleg rannsókn sýnir þó að meðalaldur tölvuleikjaspilara er 30 ár og kynjahlutfallið er 55% karlar og 45% konur. Fleiri konur 18 ára og eldri spila tölvuleiki heldur en strákar 17 ára og yngri. Hlutfallið er 31% á móti 19%. Kemur þetta örugglega mörgum á óvart. Eflaust er kynjahlutfallið mjög misjafnt eftir hvaða leikur á í hlut en þessar tölur segja til um hlutfallið þegar litið er til allra leikja í heild sinni.

Við tókum tali 25 ára gamla konu sem spilar reglulega til að segja okkur frá sinni upplifun af tölvuleikjum.There are no comments

Add yours