Dómkirkjan í Borgos

Matarlyst/list á guðsvegi

Stígurinn sem slíkur er upplifun í sjálfum sér en hann er einnig fyrir fólk með áhuga fyrir gömlum hefðum, nútíma arkitektúr, riddarahöllum, góðum vínum og besta mat sem hugsast getur.

Jacobsvegurinn liggur frá Frakklandi og yfir Norður-Spán. Átta daga ferð af syndaflóði matar og víns á hinni heilögu katólsku pílagrímsleið.  Leiðin er markmið í sjálfum sér um leið og þokast er nær hinni heilögu gröf Sankti Jakobs undir dómkirkjunni. Hver dýrgripurinn af öðrum birtist um leið og sálin er hreinsuð og auðvitað þarf að borða og drekka og það eru næg tækifæri til þess á leiðinni.

landakort
Ótal Íslendingar hafa farið stíginn og er skemmst að minnast kvikmyndar sem gerð var um ferð Thors Vilhjálmssonar er hann gekk 800 km. leið eftir Jakobsvegi árið 2005.

Á miðöldum voru pílagrímsferðir farnar í sáluhjálparskyni, ýmist af eigin frumkvæði eða uppálagt af andlegum eða veraldlegum yfirvöldum. Að baki pílagrímsferðanna lá sérstök hugmyndafræði og ferðalagið fór fram með tilteknu sniði. Dýrlingatrú var liður í trúarheimi miðalda og skipaði hærri sess heldur en þekking í nútímanum.  Hugmyndir manna um dómsdag, hreinsunareldinn, himnaríki og fleira voru settar fram í mynd-og táknmáli fyrir ólæst fólk. Á Spáni nútímans fara menn og konur Jakobsveginn með mismunandi hugarfari en við skulum ætla að flestir geri þetta í mannbætandi tilgangi.

Pílagrímsferðirnar lágu til staða þar sem meintar leifar heilagra manna voru. Einn þessara dýrlinga var heilagur Jakob, en álitið var að líkamsleifar hans væru í Santiago og var honum reist þar mikil kirkja. Helgisögnin um hann er tilefni Jakobsvegarins, Camino de Santiago.   Heilagur Jakob er verndardýrlingur Spánar og var hann einn lærisveina Jesú á sínum tíma.

Pamplona

Margir byrja gönguna í Pamplona sem er heimsfrægur bær fyrir San Fermin hátíðina þar sem þúsundir manna hlaupa í kapp við nautin og einnig fyrir ættleidda soninn Hemingway. Þar fæst Pintxos í  heimsklassa.  Pintxos er eins og tapas, litlir sælkeraréttir og hefur Café Niza gert þetta að list. Litlir réttir með t.d. túnfiski, laxakavíar, saltfiski með sesamfræjum, þurrkaður þorskur með roði og síðast en ekki síst mini nautafille með mygluosti á bakaðri papriku.

Á öðrum hefðbundnari pintxos bar er svo boðið upp á steikta gæsalifrakæfu og pylsur og grillaða kræklinga.  Þá er kominn grunnur að góðum morgunmat.

Klaustrið í klettinum

Klaustrið San Juán de la Pena er frá byrjun 12. aldar og er byggt inn undir  risaklett hátt uppi í Pyreneafjöllunum. Var það einangrað kristið svæði í miðri múslimainnrás í Spán á miðöldum. Klaustrið er í upprunalegu formi en engir íbúar eru þarna núna.

Klaustrið

Hér er ekki bara einstök saga að baki heldur yfirþyrmandi fegurð.  Upplifun er að aka alveg upp á topp fjallsins þar sem klaustrið er með hátísku veitingastað, þar sem framreitt er það nýjasta úr spænska eldhúsinu.  Ekki alveg það sem maður býst við upp á fjallstoppi

Rioja                                                                                                                                                                                                                          Haldi maður í austur kemur maður inn í Riojahéraðið. Í litla svefnbænum Casalarreina er veitingastaðurinn La Vieja Bodega de Casalarreina. Bærinn er útdauður en vínstofan iðar af lífi.  Þar eru sérfræðingar í hefðbundnum réttum af svæðinu. Grillað lamb og svín og þjóðarrétturinn „ ratatouille“, sem er pottréttur með alls konar grænmeti og allt er framleitt úr fyrsta flokks hráefni.  Á þessum veitingastað er mikið úrval af bestu vínum héraðsins.

Þarna í nágrenninu er stórt vínsafn gömlu Rioja-fjölskyldunnar. Tilvalið er að renna á lyktina og smakka sig í gegn um meira en hundrað ár af hefðbundinni spánskri vínmenningu.

Burgos
Aðalbærinn við Jacobsveginn er Burgos í Burgoshéraði. Utan Evrópu er hann óþekktur þó ein af flottustu dómkirkjum Evrópu af Unesco lista um þjóðararf sé þar. Þessi gotneska dómkirkja er meistaraverk arkitektúrsins og er enn áhrifameiri þegar inn kemur.  Auk þess eru gamlar byggingar í bænum eins og borgarhliðið og ein af fyrstu prentsmiðjum Evrópu.

 Írski hluti Spánar                                                                                           Þegar maður nálgast hinn heilaga bæ Santiago de Compostela, er maður kominn í héraðið Galicia. Nú er maður staddur í landslagi sem minnir meira á Írland en Spán.  Upprunalega var þetta svæði byggt af Keltum og speglast það bæði í menningunni og staðarnöfnunum. Á hæðunum er að finna eldgamlar steinbyggingar og finnst manni tíminn standa í stað.

Ef maður er svo heppinn að finna þennan einstaka bæ verður maður að kíkja á veitingastaðinn Toni Vicente. Þetta er veitingastaður með Michelinstjörnu en verðlagið lágt miðað við hér á landi. Mjög eggjandi réttir eru á matseðli eins og innbakaðir kræklingar með trufflum, kálfasoði og brenndum hvítlauk eða bakaður þorskur með kríthvítum þeytingi af grænum pipar. Bragðmikil flétta af hefðbundnu bragði, með einstaka tískuslettu. Hér er maður klárlega nær guði!

Sjálf pílagrímsleiðin er frábær vitnisburður sögu kristinnar Evrópu í gegnum 1100 ár.  Sannarlega er leiðin líka fyrir fólk með smekk fyrir stórkostlegum hefðum, nútíma arkitektúr, riddarahöllum, góðum vínum og sælkeramat.There are no comments

Add yours