IMG_3120

Safnafræðsla í Listasafni Reykjavíkur.

safnabeltiListasmidja

Safnafræðsla í Listasafni Reykjavíkur.

Hugmyndasmiðjan / Flökkusýningar Safnabeltið

 

09_HAF_people_highres

Listasafn Reykjavíkur hefur það að markmiði að vera framúrskarandi alþjóðlegur vettvangur myndlistar sem leggur áherslu á markvissa þjónustu við ólíka hópa og að vera eftirsóknarverður viðkomustaður í daglegu lífi fólks. Klara Þórhallsdóttir er verkefnastjóri Fræðsludeildar Listasafns Reykjavíkur. Ég lagði fyrir hana nokkrar spurningar um safnafræðslu í Hafnarhúsinu, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni.

1000884_556562504390269_384261704_n

Listasafn Reykjavíkur er stórt safn, og oft eru margar sýningar í gangi. Hvað er safnafræðsla og hvernig getur hún hjálpað fólki að fá innsýn í verkin á safninu ?

Markmiðið með fræðslustarfi er að vekja safngesti á öllum aldri til umhugsunar um myndlist og gera hana aðgengilega fyrir alla safngesti á hvaða aldri sem er. Hver og ein sýning býður upp á efnivið í kennslu fyrir mismunandi námsgreinar og með safnfræðslu er reynt að skapa vettvang þar sem nemendur geta tekið þátt í umræðu um listina, tjáð sig um eigin upplifun, lært af listamönnum og hver af öðrum. Hægt er að nýta sér söfn í kennslu á margvíslegan hátt og möguleikarnir einskoðarst ekki við myndlist því myndlist er margslungin og snýst að mörgu leyti bara um lífið og tilveruna, og oft skapast kjörinn vettvangur til að hvetja til gagnrýninnar hugsunar.

  Eru söfnin og sýningar í Listasafni Reykjavíkur fyrir alla ?

Með safnfræðslu reynum við að gera sýningar aðgengilegar öllum með því að bjóða upp á safnfræðslu og skipulagða dagskrá með listamannaspjöllum og málþingum. Eitt af markmiðum okkar er að reyna gera safneignina aðgengilega öllum því þetta er sameiginleg eign okkar allra. Sem dæmi höfum við nýverið lokið að gera safneignina aðgengilega á netinu, og þannig geta allir skoðað verkin í safneigninni og fundið upplýsingar um þau á http://safneign.listasafnreykjavikur.is/

Hvað er í boði fyrir fjölskyldur og skóla hjá Listasafni Reykjavíkur til að fræðast meira um myndlist og sýningarnar sem eru í gangi hverju sinni ?

Listasafn Reykjavíkur býður upp á fría safnfræðslu fyrir alla leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla alla virka daga frá 8:30-16. við tökum líka á móti ýmsum námshópum frá t.d. tungumálaskólum eða endurmenntunarnámskeiðum. Einnig erum við með fjölbreytta dagskrá sem við auglýsumá heimasíðu og í fréttabréfi safnsins þar sem reynt er að koma til móts við gesti á öllum aldurstigum sem heimsækja safnið. Á Kjarvalsstöðum erum við með sérstakt rými sem kallast Hugmyndasmiðjan sem er opið öllum án gjalds og þar er hægt að skoða forvitnilegar bækur og teikna, eða bara njóta smiðjunnar sem sérhönnuð er af Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur. Í afgreiðslunni í öllum safnhúsunum er boðið upp á Safnabeltið sem hentar yngri gestum safnsins. Beltið er útbúið fjölbreyttum verkfærum sem nýtast við upplifunlistaverka og stendur gestum til boða að kostnaðarlausu. Í beltinu er líka stokkur sem inniheldur ýmsa fróðleiksmola um safnið og safneign þess.

01_education_RoverShow_lowres04_education_RoverShow_lowres

Segðu mér frá Flökkusýningunum ?

Öllum grunnskólum í Reykjavík stendur til boða að fá sérhannaða fræðslusýningar að láni í skólann. sýningarnar kallast flökkusýningar og þær eru útbúnar í færanlegum einingum sem hægt er að setj aupp í kennslustofu eða opnu rými í skólanum. Sýningarnar eru breytilegar og þeim fylgja vekefni fyrir nemendur á mismunandi aldurstigum og einnig er hægt að fá kynningu á sýningunni í skólann. Best er að hafa samband við fræðsludeild safnsins til að fá nánari upplýsingar um sýningarnar hverju sinni þar sem þær eru breytilegar og ávalt með ólíku þema.

hugmyndasmidja.2014

Hvernig varð Hugmyndasmiðjan á Kjarvalstöðum til ?

Hugmyndasmiðjan er staðsett á Kjarvalsstöðum og er opin smiðja fyrir alla gesti og ókeypis aðgangur. Rýmið hefur verið notað fyrir safnfræðslu í mörg ár þar sem settar voru upp fræðslusýningar sérstaklega í tengslum við yfirstandandi sýningar hverju sinni. En sl. haust opnuðum við nýja smiðju sem er varanleg og sérhönnuð af iðnhönnuðinum Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur með veggverki eftir Huginn Þór Arason myndlistarmann. Guðfinna leitaðist við að hanna rými sem væri varanleg í útliti en væri jafnframt kjörið til að leita innblástur. Smiðjan er fyrst og fremst hönnuð til að veita börnum og fullorðnum innblástur í skapandi samvinnu við að skoða og rannsaka myndlist, uppgötva eitthvað nýtt og verða fyrir áhrifum af heimi listarinnar. Hugmyndasmiðjan er einnig vettvangur fyrir eigin sköpun en þar verður m.a. boðið upp á blöð og blýanta til að teikna upp sínar eigin hugmyndir og vangaveltur svo má líka bara láta hugan reika. Í Hugmyndasmiðjunni er að finna hið svokallaða Innblástursbókasafn sem er vaxandi safn forvitnilegra bóka sem fjölmargir listamenn og hönnuðir hafa sérstaklega mælt með til að kveikja nýjar hugmyndir og innblástur. Safninu er ætlað að örva ímyndunaraflið og veita innsýn í heim starfandi listamanna. Reglulega er boðið upp á spennandi viðburði fyrir yngstu gesti safnsins sem fram fara í Hugmyndasmiðjunni sem við köllum örsmiðjur. Hver viðburður er einstakur og eru yfirleitt smiðjur undir leiðsögn listamans og í tengslum við yfirstandandi sýningar á Kjarvalsstöðum hverju sinni. Hvert örnámskeið hentar ákveðnum aldurshóp sem er verður auglýst sérstaklega í viðburðardagskrá safnsins. En markmiðið með þeim er að krakkar á ólíkum aldri fá tækifæri til að spreyta sig á hinum ýmsu listformum undir leiðsögn listamanna.

Er Listasafn Reykjavíkur virkt á samfélagsmiðlum ? Hvernig miðlar Listasafn Reykjavíkur efni til fólks og safnagesta ?

Við erum virk á öllum samfélagsmiðlum svo sem Facebook og Instagram svo eitthvað sé nefnt. Þar segjum við fréttir af hversdagslegum atburðum sem gerast í safnhúsunum okkar en líka frá stórviðburðum sem eiga sér stað hjá okkur. En vikulega sendum við út fréttabréf þar sem hægt er að finna alla viðburði sem eru framundan, tónleikar, sýningaopnanir eða málþing. Svo erum við náttúrulega með heimasíðu sem er full af fróðleiksefni og hægt er að nálgast t.d. upptökur af fyrirlestrum eða málþingum, fræðslumyndböndum eða kennsluefni.

Eins og sjá má er Listasafn Reykjavíkur með spennandi og fræðandi dagskrá fyrir alla sem vert er að kynna sér. Og það eru alltaf áhugaverðar sýningar og fræðsla sem gaman er að upplifa og sjá.

https://www.facebook.com/listasafnreykjavikur

https://twitter.com/listasafn

 

IMG_3078 (1) IMG_3050 IMG_3121 IMG_3123There are no comments

Add yours