Anna_Kolbrun_feature

List án Landamæra

 Vinnuferlið í myndum

Eftir Önnu Kolbrúnu Jensen & Írisi Stefaníu Skúladóttur

Í apríl mánuði þessa árs stóð listahátíðin List án landamæra fyrir uppboði. Uppboðið var á Kjarvalsstöðum en þar voru boðin upp verk eftir fjögur pör. Tveir og tveir unnu saman og höfðu þannig áhrif á sköpun hvors annars. Pörin samanstóðu af einum fötluðum listamanni og einum ófötluðum.

Hér að neðan má sjá ljósmyndir af vinnuferli listafólksins.

 Eggert Pétursson & Guðrún Bergsdóttir

Eggert og Guðrún unnu með speglanir og afleiður. Guðrún vann verk sem Eggert speglaði og færði yfir í negatíva liti fyrirmyndarinnar. Útkoman var bláleit blómabreiða. Í kjölfarið var verk Eggerts speglað og fært í negatíva liti sem leiddi af sér ljósmynd með óþekktum blómategundum í litum sem kallast á við verk Guðrúnar. Þannig mynda afleiður verkanna hringrás útsaums, málverks og ljósmyndar.

1_MG_5017 _MG_4357_MG_5032DSC_4732Copy of IMG_9097Copy of IMG_9133 DSC_4892-2

Ísak Óli Sævarsson & Hugleikur Dagsson

Hugleikur og Ísak Óli tóku fyrir tvennur en þær hafa fylgt Ísaki frá því hann var ungur. Listamennirnir hittust reglulega og köstuða á milli sín hugmyndum og uppskeran varð tuttugu og tvær tvennur á mann. Ísak Óli vinnur með akríl á striga en Hugleikur með tússi og bleki á pappír. Verk þeirra ber heitið Tvisvar sinnum tuttugu og tvær tvennur. Á uppboðinu verða verkin seld í pörum. 22 pör með einu verki eftir Hugleik og einu eftir Ísak Óla.

  List án Landamæra _MG_3798 _MG_3825 IMG_3775_MG_3836  Copy DSC_4733     IMG_4827IMG_4780DSC_4825-2

Erling T.V. Klingenberg & Karl Guðmundsson

Um árabil hafa bæði Erling og Karl unnið verk með drifkraftinum úr mótorhjóli annars vegar og hjólastóli hins vegar. Í vetur sameinuðu þeir krafta sína og unnu mótorhjólastóladekkjamálverk sem dregur nafn sitt af tækjunum sjálfum, V-star / Permobil. Listamennirnir grunnuðu hvor sinn striga. Því næst kláruðu þeir grunnaðan striga frá hinum listamanninum.

  LalC94IMG_482015Cx8Eh10IMG_4966DSC_4716 DSC_4881-2

Sigrún Huld Hrafnsdóttir & Sara Riel

Sigrún Huld og Sara ákváðu að vinna með hús og staði sem hafa haft áhrif á þær. Þær eru Reykjavíkurdætur sem hafa drepið niður fæti víða og sameina þá staði í þremur verkum unnum með tússi og akríl á pappír og striga. Sterkt einkenni úr verkum Sigrúnar, kettirnir, rötuðu inn í verkið sem ber heitið Kettirnir í RVK #1, #2 og #3.

_MG_5074 _MG_4571 _MG_4566      DSC_4721 DSC_4725   SS DSC_4879-2There are no comments

Add yours