Screen Shot 2016-05-11 at 03.24.30

Reykjavík Record Shop

Reykjavík Record Shop – Lífsaga plötuverslunar í miðborg Reykjavíkur, frá hugmynd að veruleika.

Mynd eftir Jóhann Ágúst Jóhannsson

Tónlist er mikilvægur þáttur í lífi fólks og vínylplötur aftur komnar í tísku og eru í mikilli sókn. Plötubúðir lifa þannig góðu lífi í Reykjavík og nýjasta viðbótin er Reykjavík Record Shop sem var opnuð af Reyni Berg Þorvaldssyni fyrir rúmlega ári síðan. Hann tók langþráð stökk í fyrra og í myndinni segir Reynir frá opnun Reykjavík Record Shop og hvernig hann lét drauminn rætast.