_MG_0009

Ég skora á þig að spila í þessu Lottói, þar sem allir fá vinning!

Hvernig getum við lagt okkar af mörkum til að minnka ruslúrganginn og jafnframt aukið tekjurnar um hundrað þúsund krónur á ári pr. mann?

Við erum kannski mörg á svipuðum slóðum hvað varðar skil á úrgangi eða rusli frá heimilunum, þ.e. á leiðinni að verða vistvæn. Jú, flöskur hafa farið í sérpoka og gefnar skátum og íþróttakrökkum sem eiga leið um, um leið og þau selja manni klósettpappír og lakkrís.

Þegar tekið er til í klæðaskápnum er líka ágætt að gefa það Rauða krossinum og húsgögn og fleira fara í gáminn hjá Góða hirðinum.   Síðast liðið haust hélt síðan bláa tunnan innreið sína í Reykjavík og þrátt fyrir  alls konar úrtölur urðum við loksins sannfærð um að eitthvað væri gert með   pappírsruslið en ekki að það endaði aftur með hinu ruslinu.

Hefðbundinn ruslaskápur, fullur af plastpokum 

_MG_1964-001
Því ekki að taka þetta alla leið og verða vistvæn og góð fyrirmynd fyrir barnabörnin sín og það sem væri ennþá betra að stuðla að því að þau fái betri og heilbrigðari jörð í arf.

Einhver sagði að maður bæri ekki virðingu fyrir neinu nema það kostaði eitthvað. Flestir hafa yppt öxlum yfir því að við værum að keyra öll vistkerfi og jörðina sem slíka um koll. En allt í einu er kominn nýr vinkill á alla þessa umræðu og um hvað skyldi hann snúast? Jú, við sem þjóð erum að henda ótrúlegum peningum í ruslið, ekki bara einhverjum hundrað eða þúsundköllum heldur miljörðum.  Fyrirsögn í Fréttatímanum einn daginn var:

„Hendum mat fyrir 30 miljarða árlega.“

Ráðleggingar Ruslara til neytenda:

_MG_0035

Er hér vitnað í breska skýrslu verkfræðinga. Þar kemur fram að neytendur hendi allt frá 30% upp í 50% af matvælum sem keypt eru til heimilisins. Þar af leiðandi henda Íslendingar 30 miljörðum á ári. Hér eru keypt inn matvæli fyrir 100 miljarða á ári þannig að fimm manna fjölskylda hendir þá mat fyrir hálfa miljón á ári.

Ég hef ekki áhuga á að henda laununum mínum í ruslið og loksins varð þetta nógu alvarlegt fyrir mig til þess að ég ætla virkilega að setja athyglina á þetta sparnaðarráð. Hvað er þá til ráða? Það furðulega er að um leið og ég fór að hugsa um þessa hluti rigndi yfir mig upplýsingum úr öllum fjölmiðlum.

Ruslaurant Grandi

 Ætti ég að fara að stunda svokallað „Dumster diving,“ eins og fjallað var um í Fréttatímanum einn daginn? Ruslarana köllum við þá hér á Íslandi. Þetta fólk sækir sér mat í ruslagáma fyrir utan verslunarmiðstöðvar og fullyrða að hér sé ekki um ónýtan mat að ræða heldur aðallega vörur með     útrunnum dagsetningum.

Ekki matarlegur gámurinn að morgni 1. maí

_MG_0038

 Dálítið annað að sjá tveimur klukkustundum síðar.

IMG_0071

Fyrstu viðbrögðin gagnvart ruslurunum voru kannski neikvæð en við nánari athugun mátti greina vissa virðingu fyrir þeim og smám saman fór það að síast inn í fólk hversu gífurlega eyðslu við erum að tala um. Fréttatíminn fullyrðir að þetta sé þéttur hópur sem þekkist innbyrðis.Svo ótrúlega heppin var ég að opnaður var Ruslaurant úti á Granda sem bauð upp á frábæran matseðil 1.maí voru svo ruslararnir í Reykjavík með uppákomu úti á Granda.

Þeir auglýstu Ruslaurantinn á FB, matur í boði fyrir gesti og gangandi, eldaður úr matvælum sem höfðu verið sótt í ruslagáma. Stórt skilti með leiðbeiningum um það hvernig við getum sparað í matarinnkaupum og veglegt veisluborð með angan eins og frá eðalveitingastöðum. Þarna sat svo fólkið og naut góðra veitinga í veðurblíðunni.

Örtröð myndaðist við Ruslauranginn á Grandanum þar til allt var búið

IMG_0058

Allir nutu sín í botn í góða veðrinu með ókeypis margrétta máltíð

Mynd6

Plastpokaógnin

Einn morguninn heyrði ég ávæning af viðtali við Stefán Gíslason í Sjónmáli á Rás 1. Hann talaði um að margir séu með samviskubit yfir hversu illa plastið færi með náttúruna okkar. Viðtalið var ætlað til að vekja athygli á  plastpokalausa laugardeginum ætlað til að vekja athygli á samþykkt EU um að hætta að nota plastpoka 2019.

Talið er að árlega fari átta milljarðar plastpoka í ruslið í Evrópu sem hefur í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir lífríkið. Sér í lagi eru plastpokar sem eru þynnri en 50 míkron skaðlegir þar sem þeir eru sjaldnar endurnýttir en aðrir plastpokar og verða því fljótt að úrgangi. Léttir plastpokar eru iðulega notaðir aðeins einu sinni en geta svo dagað uppi í náttúrunni og umhverfinu í hundruðir ára, oft í formi örsmárra plastagna sem geta verið skaðlegar ekki síst fyrir lífríki hafsins. En Stefán benti líka á að plastpokar eigi sér stutt líf hjá okkur og að:

Minni umbúðir geri minna drasl og minna til að losa sig við.

 _MG_1972

En auðvitað á þetta við um Vesturlöndin almennt en ekki bara Ísland. 27. apríl, var svo í Rúv.fréttunu fréttaskot frá Danmörku að á heimilum þar sé hent um 400 þús. tonnum á ári af mat. Mynd var sýnd frá veitingahúsi í Chicago sem bregst við þessu með því að bjóða upp á poka fyrir afganga.  

„Það þarf að umbylta skattkerfi heimsins til að fókusera á grænan skatt.”

Skatt sem að raunverulega býr til verð á umhverfisgæði,“ sagði Daði í kvöldfréttum Sjónvarpsins. Hann sagði vöruverðið ekki endurspegla raunverulegan framleiðslukostnað. Auðvitað er ekki auðvelt fyrir einstaklinga að ráðast á þann vettvang en maður getur sjálfur tekið þátt í að minnka ruslframleiðsluna og létt á einhvern hátt á álaginu á Gaju, jörðinni okkar. Já ég held nefnilega að við þurfum að líta á jörðina okkar, þessa einu sem alla vega er vitað um sem hverja aðra persónu. Umhverfisverkfræðinguninn segir að matarframleiðslu heimsins sé um að kenna, því hún er ekki sjálfbær og lætur eins og við séum einoghálf jörð. Sem sagt þá býður þetta upp á svona sóun, þarna liggur sem sagt hundurinn grafinn og þetta þarf að laga.

 Forsætisráðherrann okkar slysaðist til að segja í fréttum eitthvað á þann veg að ef allt hryndi á öðrum enda hnattarins gætum við kannski grætt á því. Þetta hljómar mjög einkennilega vegna þess að ef gat kemur á bát sem maður siglir á þá bjargast maður ekki með því að fara yfir í hitt borðið, eða hvað? Kannski við séum að komast að kjarna málsins. Í tilefni af degi umhverfsins 25. apríl hélt umhverfis- og auðlindaráðuneytið morgunverðafund og var yfirskriftin „Hættum að henda mat“. Við fengum að sjá viðtal við umhverfis- og auðlindahagfræðinginn Daða Már Kristófersson sem segir einfaldlega að matavara sé allt of ódýr. framleitt er endar ekki í maga einhverjar manneskju. Hann sagði matvæli í raun ekki vera nógu dýr til að þau skipti vesturlandabúa einhverju máli. Vöruverðið endurspegli ekki framleiðslukostnaðinn og þess vegna leyfa Vesturlandabúar sér að hegða sér svona. Daði mælir með að settur sé grænn skattur sem mundi búa til raunverulegt verð á umhverfisgæði.

Það er staðreynd að ruslið stórminnkar þegar fólk fer að sortera

En við erum að velta fyrir okkur hvernig maður geti verið vistvænn og látið sem minnst af rusli fara frá sér og ég tala nú ekki um að spara peninga í leiðinni. Björk Hólm Þorsteinsdóttir hefur skrifað ritgerð sem heitir „Kíkja í ruslið“, af rusli og ruslurum í kapitalísku samfélagi. Björk vitnar í Susan Strasser og segir þar að endurvinnsla geti tekið á sig mörg form endurnýtingar eins og um förgun sorps í gegnum tíðina og segir gríðarlegar breytingar í þessum efnum haldast í hendur við breytta efnismenningu.

Á seinni hluta 19. aldar og byrjun 20. aldar var meginþorri efnislegra hluta í vestrænum samfélögum endurnýttur, bæði innan og utan heimilis. Bæði í Bretlandi og Norðurlöndunum  tíðkaðist að endurnota flöskur, pappakassa og þess háttar en neytendum bar skylda til að skila umbúðum og ílátum aftur til framleiðenda. Slíkt fyrirkomulag var til þess að koma í veg fyrir að hægt væri að falsa vöruna eða nota flöskur undir aðra drykki. En hverjar sem ástæðurnar voru sem lágu að bak i má segja að þessi framkvæmd  hafi verið umhverfisvæn.

En í nútímaþjóðfélagi eru breyttir tímar og flest orðið einnota og auðvelt að sjá hversu gífurlegt aukning er orðin í ruslframleiðslu. Hér má sjá tvær myndir úr nútímaþjóðfélagi með flokkuðu sorpi. Tvær stærri fötur, önnur fyrir almennt sorp og svo papprí og tvær minni fyrir rafhlöður og kerti. Hin fatan er svo fyrir allt sem er lífrænt og fer beint í safnhaug úti í garði. Sérpoki fyrir flöskur með skilagjaldi, annar fyrir krukkur og flöskur sem eru ekki með skilagjaldi, járnlok sett annað hvort laus í tunnuna eða í sérpoka.  Besta leiðsögn sem hægt er að fá þessa dagana er á vef Sorpu. Í inngangi greinarinnar er að finna listaverk úr rusli og hluta af flokkunartöflu fyrir sorp.

Ruslið á rennibraut, tvær fötur, almennt rusl, pappír, tvö minni ílát fyrir rafhlöður og kerti

IMG_1988

Allt lífrænt og beint í safnhauginn

IMG_1990

Eins og áður sagði breytist sorpið þegar byrjað var að framleiða einota hluti sem féll í kramið hjá neytendum þar sem hugmyndir um aukið persónulegt hreinlæti var að ryðja sér til rúms. Einnota vörur og hugmyndir um hreinlæti tengdust órofa böndum þar sem nýjar innpakkaðar vörur voru um leið hreinar.

Samkvæmt Hildi kortleggur fólk heiminn þar sem hver hlutur á sinn stað og sitt hlutverk. Óhreinindi eru þannig einungis hlutir á röngum stað. Ef haldið er áfram með þessa hugsun sést að rusl tilheyrir flokkunarkerfi sem ætlað er að koma skikkan á tilveruna. Það líta því flestir öðrum augum á jógúrtdolluna sem tekin er úr mjólkurkælinum heldur en þá sem kemur úr ruslagámnum. En það er nokkuð ljóst að á Vesturlöndum er í ferlinu frá framleiðanda til neytenda árlega hent 1/3 af öllum mat. Á meðan svelta milljónir manna. Í peningum er þetta 750 milljarðar dala, vatnið sem sóað er jafnast á við árlegt streymi rússneska stórfljótsins Volgu og landinu sem fer í þessi sóuðu matvæli má vafalaust verja betur.

En við byrjum ekki á að breyta heiminum, við þurfum að byrja á okkur sjálfum. Það nærtækasta er auðvitað að leggja áherslu á að hvert og eitt heimili ali sig og börnin sín í því að ganga vel um jörðina okkar. Ekki nota efni sem gætu skaðað hana og vera vistvæn og sjálfbær þannig að við getum horft í augu komandi kynslóða og sagt: „Ég gerði eins og ég gat.“There are no comments

Add yours