https://lifandivefrit.hi.is/wp-content/uploads/2016/05/screen-shot-2016-05-11-at-03.47.18.png

Þáttur um Maki Asakawa

Japanska tónlistarkonan Maki Asakawa eða bara Maki eins og hún var gjarnan kölluð lést árið 2010 aðeins 67 ára að aldri en þá hafði hún gefið út yfir 30 plötur í heimalandi sínu. Stíll hennar var dáleiðandi og dulúðlegur en hann átti rætur sínar að rekja til tónlistar þeldökkra í Ameríku þar sem hún fann innblástur í blús og jazztónlist en Maki var eina þekktust fyrir tónleika sína og túlkun á tónlist sinni og annarra. Hún varð vinsæl upp úr 1970 og átti farsælan feril í Japan en hún vann m.a. með Ryuichi Sakamoto. Þrátt fyrir vinsældir í Japan er Maki Asakawa nánast óþekkt á vesturlöndum en það breytist vonandi nú en  í fyrra kom út safnplata með henni hjá breska útgáfufyrirtækinu Honest Jon‘s Records en það í fyrsta sinn sem Maki er gefin út á plötu í Evrópu og tími til kominn en þessi dásamlega söngkona  er án nokkurs vafa ein af rósum japanskrar tónlistarsögu.

Þáttur eftir Jóhann Ágúst Jóhannsson