áslaugar

Lífshlaup Áslaugar Thorlacius

Mynd eftir Kristínu R. Vilhjálmsdóttur

Áslaug Thorlacius í 102 ár 
Áslaug Thorlacius fæddist 1911 í Fremstafelli í Köldukinn. 1931 giftist hún Sigurði Thorlacius, sem varð fyrsti skólastjóri Austurbæjarskóla, og bjuggu þau í skólanum ásamt fimm börnum sínum þangað til hann lést skyndilega af veikindum 1945. Börn þeirra eru Örnólfur, Kristín Rannveig, Hrafnkell, Hallveig og Kristján.

Áslaug, langamma mín, lést á 103. aldursári í apríl 2014 eftir langa og starfsama ævi og eru afkomendur hennar og Sigurðar orðnir 100.
Myndin veitir innsýn í lífshlaupi hennar í gegnum myndir og viðtöl.There are no comments

Add yours