Gunnar_Oskarsson_feature

Söguleg ásýnd miðborgar Reykjavíkur

Á undanförnum árum hefur verið lífleg umræða um ásýnd eldri borgarhverfa og þá einkum um verndun sögulegra bygginga og götumynda

Myndasmiður og sögumaður er íbúi í miðborginni og lætur sér umhverfið nokkru varða. Hann leggur upp í gönguför um Kvosina og Laugaveginn neðanverðan, með myndavél að vopni. Með honum í för er fulltrúi yngstu kynslóðar Reykvíkinga, Jóhanna Gunnarsdóttir, sem varð fjögurra ára þann 14. apríl síðast liðinn. Hún sýnir umhverfinu lifandi áhuga, spyr áleitinna spurninga, hefur skoðanir og gefur þessari myndrænu rannsókn mælikvarða. Verkið er þannig samvinna tveggja manna, þótt aðeins annar beri alla ábyrgð og ætli sér einum bæði lof og last.

Við ætlum að fjalla um borgarminjar og endurgerð sögulegra bygginga, greina þær, túlka og miðla á myndrænan hátt. Þar mun reyna á þekkingu okkar og færni, en hætt er við að sannleikur, ímynd, tilfinningar og pólitík verði einhverskonar bland í poka.

Varðveitt er fleira en húsin,- við lítum á margskonar götugögn, aflagðan brunn í Aðalstræti, styttur af köllum í frökkum og ýmiskonar minnismerki og listaverk, táknmyndir ódáinsakurs.

Umfjöllunina ásamt ljósmyndum má nálgast HÉR 

 

 

 

 There are no comments

Add yours